Útreiðar Helluland

Við hlökkum til að fá ykkur á hestbak hvort heldur sem þið eruð byrjendur eða meira vanir knapar, við viljum leyfa ykkur að upplifa reiðtúr með okkur þar sem ferðirnar eru sérsniðnar eftir þörfum hvers og eins. Börn eru auðvitað velkomin og hægt er að taka þau í taum ef þess þarf. Við höfum rétta hestinn fyrir alla knapa og auðvitað reiðhjálm í réttri stærð fyrir alla! Fyrir frekari upplýsingar eða til að bóka, vinsamlegast hafið samband við okkur.

Túr og landslag

Á ferð um íslenska náttúru (byrjendur og lengra komnir)

Hægt er að velja um 1 klst, 1,5 klst eða 2 klst ferðir.

Þessi reiðtúr býður upp á að fara um fallega náttúru án bílaumferðar, við ríðum meðfram klettum huldufólksins og njótum hins fallega útsýnis af hestbaki. Því lengri ferð sem er valin gefst tækifæri á að fara upp að útsýnisstaðnum og jafnvel mæta merunum okkar með folöldin sín. Reiðtúrinn er hægt að bjóða byrjendum sem og lengra komnum eða sameina hópa með mismunandi getustig.

1 klst:  9000isk á mann

1,5 klst: 11000isk á mann

2 klst: 13000isk á mann

Á ströndinni (lengra komnir)

Við ríðum á Borgarsandinn hjá Sauðárkrók, meðfram sjónum og í gegnum sandöldurnar. Fyrir þá sem það vilja býður ströndin upp á tölt og stökk

2 klst: 14000isk á mann

Á ströndinni og í kringum vatnið (lengra komnir)

Ef þér finnst strand reiðtúrinn ekki vera nóg er hægt að fara í 3ja tíma reiðtúr og bæta við fallegri leið í kringum vatn sem býður upp á góða vegi til að ríða á tölti.

3 klst: 18000isk á mann